Fara í efni

FASISMINN KLÆÐIR SIG UPPÁ

Hvað á að kalla það annað en fasisma þegar stjórnvöldin eru farin að fangelsa fólk fyrir skoðanir sínar. Og ef ekki fangelsa þá útiloka það, setja það í bann með því að meina því þátttöku í daglegu lífi.

RÚV segir í kvöld frá hollenska knattspyrnumanninum Anwhar El-Ghazi sem leyfði sér að hafa skoðun á blóðbaðinu á Gaza. Hann hefur leikið með þýsku úrvalsdeildarliði. Það gerir hann ekki lengur og mun aldrei gera framar því hann hefur verið settur í varanlegt bann. Skoðun hans var þessi:


Nú er ég svipaðrar skoðunar og Anwhar El-Ghazi nema ég er ekki í fótboltaliði sem hægt er að reka mig úr vegna þess að ég hafi skoðanir sem samræmist ekki skoðunum eða “siðgæðismati” þeirra sem hafa völdin á hendi:


Hér er slóð á frétt RÚV sem þessi skjáskot eru tekin úr:

https://www.ruv.is/frettir?titill=2023-10-17-leikmadur-i-thysku-urvalsdeildinni-i-bann-vegna-ummaela-um-palestinu-394378



Ég neita því ekki að mér brá í brún þegar breski baráttumaðurinn fyrir fjölmiðlafrelsi, Craig Murray var handtekinn í gærmorgun á flugvellinum í Glasgow þegar hann kom þangað frá Íslandi. Hér hafði hann verið á fundi með ritstjóra fréttaveitunnar Wikileaks, Kristni Hrafnssyni og fleirum. Kristinn segir svo frá á samfélagsmiðli:


Takið eftir að Murray var krafinn skýringa á því að hann skyldi hafa sótt fund sem mótmælti ódæðinu á Gaza. Þarf að segja meira? Meginsökin var án vafa nálægð Craigs Murrey við Wikileaks. En breska lögreglan vildi líka vita um útifund á Austurvelli í Reykjavik. Þar var að hennar mati verið að fjalla um óæskilegar skoðanir. 

Vantar bara leðurstígvélin.

Ég sé ekki betur en fasisminn sé farinn að klæða sig uppá.