Fara í efni

EYÞÓR MINNIR Á HVERS VEGNA EKKI Á AÐ KJÓSA SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN

Í Fréttablaðinu á dag segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginnni að nú sé rétti tíminn til að selja Gagnaveituna. Fram hefur komið í fréttum að á könnu  hennar séu grunnkerfi fjárskipta á suðvesturhorninu. Og Sjálfstæðisflokkurinn vill koma þessari mjólkurkú í hendur gróðaafla. Nú séu “kjöraðstæður”.

Ætli við höfum ekki heyrt þetta áður? Við höfum heyrt þetta sagt nánast í hvert sinn sem almenningur hefur verið rændur eigum sínum.

En gott er engu að síður að fá áminninguna um að forðast Sjálfstæðisflokkinn. Bæði fyrir kosningar og eftir kosningar.

Takk Eyþór fyrir að minna á hvers vegna eigi ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.