Fara í efni

EVRÓPURÁÐSHEIMSÓKN LOSAR PÓLITÍSKAN FANGA ÚR HALDI!

Moldóvía OJ og fl - 2
Moldóvía OJ og fl - 2


Þessa dagana er ég staddur í Moldovíu á vegum Evrópuráðsins. Á þingi ráðsins í janúar var ég ásamt Valentínu Leskaj, þingmanni frá Albaníu, settur til þess að gefa þinginu skýrlsu um stöðu mannréttindamála í  Moldóvíu.

Í heimsókn okkar höfum við átt viðræður við dómsmálaráðherra Moldóvíu, ríkissaksóknara, fangelsisyfirvöld, fulltrúa allra stjórnmálaflokka og almannasamtaka og heimsótt fanga sem Evrópuráðið telur að sæti ekki eðlilegri málsmeðferð í réttarkerfi Moldóvíu.

Evrópuráðið hefur m.a. harðlega gagnrýnt fangelsun þingmannsins GregoryPetrenkos sem haldið hefur verið í fangelsi í hálft ár án réttarhalda og telur hann vera pólitískan fanga. Þingmennirnir heimsóttu fangelsi þar sem GregoryPetrenko hefur verið í haldi ásamt fyrrum forsætisráðherra landsins VladFilad.

Fáeinum klukkustundum fyrir fangelsisheimsóknina var GregoryPetrenko látinn laus úr fangelsinu en settur í stofufangelsi og er sú ráðstöfun rakin til þessarar heimsóknar. Sendinenfnd Evrópuráðsins átti fund með Petrenko á heimili hans eftir að hann hafði verið látinn laus. 

Stjórnmálaástand í Moldóvíu er ótryggt og færast mótmæli gegn stjórnvöldum í vöxt. Evrópuráðinu er í mun að leggja sit af mörkum til að styrkja stofnanir réttarríkisins og stuðla að stöðugleika í landinu á forsendum mannréttinda.

http://www.assembly.coe.int/nw/xml/News/News-View-EN.asp?newsid=6037&lang=2&cat=3