Fara í efni

ENN MINNIR BANDARÍKJAFORSETI OKKUR Á NATÓ

Donald Strump
Donald Strump


Enginn maður á jarðarkringlunni er eins áhrifamikill í mótun utanríkisstefnu Íslendinga og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.

Bandaríkjaforseti talar fyrir hönd þess ríkis sem ræður lögum og lofum í hernaðarbandalaginu NATÓ. Þar erum við á báti og fylgjum því sem ákveðið er hverju sinni - eins og dæmin sanna.

Í kvöld birtist Donald Trump  á sjónvarpsskjánum til að tilkynna heimsbyggðinni að Bandaríkin væru í þann veginn að segja sig frá samkomulagi við Íran um skuldbindingar þess ríkis að smíða ekki kjarnorkuvopn - svipuð þeim sem Donald Trump sjálfur hefur undir höndum. Og það sem meira er, hann neitar að viðurkenna að fjöldamorð Bandaríkjamanna á Japönum í Hiroshima og Nagasaki hafi verið annað en nauðsynleg beiting slíkra vopna.

Þetta er ekkert nýtt, hefur verið viðhorf bandarískra yfirvalda frá því að þau eignuðust þessi viðbjóðslegu vopn.

Og NATÓ, vel að merkja, fylgir þessari sömu stefnu. Þegar Donald Trump talar erum við þannig minnt á NATÓ og veru okkar þar.

Nú er spurningin hvað ríkisstjórn Íslands finnist um síðustu uppákomuna í Hvíta húsinu. Er þetta „skiljanlegt" og var þetta kannski „viðbúið"?

Ef ekki, væri þá ekki ráð að hefja undirbúning að því að leiðir skilji með okkur og þessu siðlausa föruneyti?