Fara í efni

"Engir samningar eru betri en slæmir samningar "

Þetta varð mottó þróunarríkjanna í Kankún. Í grein í frjálsum pennum í dag greinir Páll H Hannesson nýafstaðinn fund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Kankún. Þar veltir hann upp ýmsum athyglisverðum flötum og telur ekki útilokað að ýmsilegt jákvætt komi út úr fundinum. Páll segir m.a.: “ Hugsanlegt er að ríku þjóðirnar, sem telja aðeins um 20% meðlima í Alþjóðaviðskiptastofnuninni en hafa hingað til haft óskoraða forystu í samtökunum, neyðist til að nálgast hin 80% með öðrum hætti en hingað til.”