Fara í efni

GAZA TIL UMRÆÐU Á BYLGJUNNI – VÍSAÐ Í MANNRÉTTINDASINNAN GIDEON LEVY OG ZIONISTANN JO BIDEN

Í gær var mér boðið í hljóðstofu þeirra Jóhönnu og Kristófers í síðdegisútvarpi Bylgjunnar að ræða hryllinginn á Gaza.

Við komum all víða við í stuttu spjalli. Ég vísað annars vegar i í ábyrgð Bandaríkjamanna og þá sérstaklega Bidens forseta sem er herskár zionisti og hins vegar vísaði ég í viðtal við ísraelska blaðamnninn og mannréttindafrömuðinn Gideon Levy. Hann talaði á opnum fundi sem ég stóð að í sumar ásamt félaginu Ísland Palestína.

Hér er Bylgjuspjallið: https://www.visir.is/k/3f3001f2-a801-402c-ac71-2d043c58704a-1701369774904

Og hér er viðtalið við Gideon Levy á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni sem ég vísaði í: https://www.youtube.com/watch?v=qZJ_Uw_Yu0w