Fara í efni

EINELTI:ENDURTEKIÐ EFNI

Eineltisdagurinn er í dag og hringdi ég bjöllu í hádeginu til að minna á daginn. Um árabil birtum við í sameiningu blaðagrein á þessum degi, ég sem stjórnmálamaður og Helga Björk Grétu- Magnúsardóttir, aktívisti og baráttukona. Þessar greinar má finna á þessari heimasíðu. Ég á Helgu Björk það að þakka að ég sofna ekki á þessari vakt.

Í fyrra flutti ég ávarp í Seltjarnarneskirkju sjötta nóvember, sbr. https://www.ogmundur.is/is/greinar/um-einelti-i-seltjarnarneskirkju
Ég vísaði þá einnig í mjög góð skrif Kolbrúnar Baldursdóttur, sálfræðings og fulltrúa Flokks fólksins hjá borgnni, sbr. https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-eineltisvaktinni-ma-aldrei-sofna

Því miður er einleti endurtekið efni á hverju ári en eins og Kolbrún Baldursdóttir minnir á í skrifum sínum þá má aldrei sofna á þessari vakt.

Hér að ofan er bjallan sem ég sló í á hádegi til að minna mig og aðra á mikilvægi baráttunnar gegn einelti. Hún er frá Tíbet og fékk ég hana gefins í sjötugsafmælisgjöf. Hef ég hana alltaf nærri mér.