Fara í efni

Davíð Oddsson kemst í heimsfréttirnar: "Heimurinn öruggari"

Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands hitti George W. Bush í Hvíta húsinu í Washington og er alsæll. Ekki svo að skilja að sýnilegur árangur hafi orðið af heimsókninni. Menn hafa nokkuð hent gaman að för Davíðs og barnslegri ánægju hans yfir því að hafa fengið að hitta þennan vin sinn, sem hann kallar svo. Fyrir Íslendinga er það hins vegar ekkert gamanmál  hvernig fulltrúar þjóðarinnar knékrjúpa fyrir ráðamönnum í Washington. Davíð komst í heimsfréttir fyrir tvennt. Í fyrsta lagi að éta upp þann frasa Bandaríkjaforseta að heimurinn sé öruggari eftir innrásina í Írak. Yfirlýsing af þessu tagi nú þykir með endemum í ljósi uppljóstrana um allar lygarnar í tengslum við stríðsrekstur Bandaríkjamanna og þá ekki síður mannfall og viðbjóðslegar pyntingar, sem Bandaríkjamenn stunda enn. Ekki eitt aukatekið orð um þetta frá forsætisráðherra Íslands. Aðeins aðdáunarorð um forsetann og leiðtogahæfileika hans ("firm leadership" ). Nú væri allt gott, sagði Davíð Oddsson, og allir sameinaðir til framtíðar ("the past is behind us, people are united to a future".) Í öðru lagi vakti framganga Davíðs Oddsonar athygli fyrir þær sakir að stuðningur hans við hernaðarstefnu Íraks væri eindreginn og afdráttarlaus þrátt fyrir andstöðu yfirgnæfandi meirihluta íslensku þjóðarinnar (sjá m.a. frétt AP hér að neðan). Ekki veit ég hvort innra með sér stæri Davíð Oddsson sig af þessu. Ég segi hins vegar að hann getur ekki leyft sér áframhaldandi undirlægjuhátt gagnvart Bush og afdráttarlausan stuðning við hernaðarstefnu hans í trássi við vilja íslensku þjóðarinnar; vilja sem hann virðist sjálfur ekki véfengja að sé til staðar.

Að lokum þetta: Er það sæmandi og siðferðilega réttlætanlegt að ganga á fund forseta Bandaríkjanna án þess að mótmæla fjöldamorðum og pyntingum, sem allan heiminn hryllir nú við. Ekki er nóg með að limlestingarnar og pyntingarnr eru skýlaus brot á mannréttindasáttmálum heldur bera þær vott yfirvegaðrar grimmdar, svo hryllilegri, að fæstir höfðu gert sér í hugarlund að slíkt gæti yfirleitt átt sér stað. Myndirnar frá Guantanamo fangabúðunum segja sína sögu að ekki sé minnst á það senm við höfum séð innan úr herlögreglufangelsunum í Írak. Þegar George Bush talar um harðstjórann Hussein, hugsa eflaust margir, maður líttu þér nær. Þetta skyldi hinn trausti vinur Bandaríkjaforseta, Davíð Oddsson einnig hugleiða og hafa orð á við vin sinn.

Sjá frásögn af fundi vinanna tveggja á vef Hvíta Hússins þar sem Davíð Oddsson kveðst hafa rætt stöðu sína og stöðu Íslands við forseta Bandaríkjanna ("he is looking into my position and the Iceland position...")http://www.whitehouse.gov/news/releases/2004/07/20040706-2.html

AP frettastofan sagði frá fundinum á eftirfarandi hátt:

United States still weighing whether to remove four fighter jets from Iceland

332 words
6 July 2004
16:41
Associated Press Newswires
English
(c) 2004. The Associated Press. All Rights Reserved.

WASHINGTON (AP) - U.S. President George W. Bush said Tuesday that he had not yet reached a decision about whether to withdraw four jet fighters from Iceland as part of a global military realignment of American forces.

During an Oval Office meeting, Iceland Prime Minister David Oddsson lobbied Bush to keep the F-15 fighters in place.

"He was very eloquent, very determined that the United States keep the troops there," Bush said. "I told him -- I said, I'm open-minded about the subject. I want to make sure I understand the full implications of the decision as to whether or not to leave them there."

Iceland, the only member of NATO with no armed forces of its own, once served as a strategic Cold War base for keeping watch on the Soviet Union's northern submarine fleet.

Last year, the United States announced it was withdrawing its remaining four F-15 fighter jets from Iceland as part of a realignment of military forces and to cut costs. The administration of former U.S. President Bill Clinton had reduced the number of F-15s from 16 to four.

The announcement that the planes were leaving caused political problems for Oddsson, who supported the United States in the war on Iraq even though 80 percent of the country's population opposed it.

Oddsson, Europe's longest-serving prime minister, said he discussed the issue with Bush during their meeting

"The president is looking on that in a positive way," he said. "But, of course, he has to see the issue from both sides. ... He is looking into my position and the Iceland position."

Bush said the two nations would exchange additional information about basing the planes there.

"I told the prime minister I appreciate our alliance," Bush said. "I appreciate his friendship. I fully understand the arguments he's made. And we will work together to solve the issue."