Fara í efni

BUSH SVARI TIL SAKA - GÓÐUR GAGNABANKI

Í mjög góðri og athyglisverðri grein eftir bandaríska metsöluhöfundinn, William Rivers Pritt, sem meðal annars hefur skrifað tvær bækur um Írak stríðið, eru raktar lið fyrir lið lygar Bush Bandaríkjaforseta og ráðandi manna í ríkisstjórnum hans, um Írak stríðið og langar mig Ögmundur til þess að birta hana sem eins konar viðhengi við þetta bréf mitt til þín. Hún er á ensku og ég hef ekki tök á að þýða hana en fyrir þá sem skilja ensku er greinin ómetanlegur gagnabanki.
Umrædd grein heitir: We used to impeach liars. Á íslensku myndi þetta útleggjast, Við vorum vön að ákæra lygara. Impeach þýðir, samkvæmt minni orðabók, að ákæra fyrir landráð, embættisbrot eða valdníðslu. Í greininni er vísað í þessar lygar með skilmerkilegum hætti.
Ég er hjartanlega sammála ábendingum þínum Ögmundur, fyrr og síðar, hve fráleitt það er að við skulum vera biðja þá lygara og glæpamennn, sem hér er vitnað til um vernd! En við hverju er að búast frá íslenskri ríkisstjórn sem sjálf tók þátt í lygunum?!!
Haffi

  Hér er slóðin og að neðan er greinin einnig birt:  http://u-r-next.com/LiarLiar.htm

 

 

We Used To Impeach Liars
 By William Rivers Pitt
Truthout Perspective
6-4-3