Fara í efni

BURT MEÐ BANKALEYND

bankarnir
bankarnir

Í dag vakna menn upp við fréttir um að stolin gögn úr Kaupþingi séu notuð til fjárkúgunar. Svo er að skilja að um sé að ræða upplýsingar um lánafyrirgreiðslu. En hvað skyldi það vera sem ekki þolir dagsljósið og þykir svo slæmt að það er tækt til fjárkúgunar? Á þetta ekki einmitt erindi inn í dagsljósið? Á þjóðin ekki rétt á að fá upplýsingar um allt sem gerðist innan veggja þeirra stofnana sem leitt hafa yfir okkur mestu efnahagskreppu fyrr og síðar? Þessar fréttir færa okkur enn heim sanninn um að bankaleynd á ekki nokkurn rétt á sér. Enda eru leyndarmúrar spillingarinnar hvarvetna að hrynja. Þannig er nú verið að afnema bankaleynd um allar álfur. Kröfur um gagnsæi rísa að sama skapi. Á Íslandi er það helst Sjálfstæðisflokkurinn sem þráast við innan þings sem utan. Á Alþingi mótmælir hann því að reglur verði settar um að þingmenn og ráðherrar upplýsi um eignir og kjör. Vinstri græn þurftu reyndar engar slíkar reglur. Gerðu þetta af fúsum og frjálsum vilja - fyrir löngu.