Fara í efni

BSRB býður upp á GATS

Mikilvægustu samningaviðræður sem nú fara fram á alþjóðavettvangi tengjast svokölluðum GATS-samningi. Samningurinn fjallar um viðskipti með þjónustu (General Agreement on Trade in Services). Það er Alþjóða viðskiptastofnunin ( WTO) sem heldur utan um samningsferlið . Yfir því hefur hvílt óþægilega mikil leynd og hefur verkalýðshreyfingin um víða veröld reynt að fá henni aflétt og hafa áhrif á þróunina. Hér á landi hefur BSRB staðið í fararbroddi enda þar á bæ menn vel meðvitaðir um að með GATS samningnum er stefnt að markaðsvæðingu allrar samfélagsþjónustu. Samtökin hafa safnað heilmiklum upplýsingum um samninginn og er hægt að nálgast þær á þessari vefslóð.

http://www.bsrb.is/page.asp?id=683