Fara í efni

BREIÐ SAMSTAÐA UM VATNIÐ


Á þessari auglýsingu, sem hér má sjá, er vakin athygli á ráðstefnu, sem sjö félagasamtök og stofnanir efna til, um mikilvægi vatns og hvernig með það er farið. Viðfangsefnið er skoðað frá mörgum sjónarhólum og fulltrúar stjórnmálaflokkanna skýra framtíðarsýn þeirra á vatnið. Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt áratuginn 2005 til 2015 sem áratug vatnsins og hvetja alla, ríkisstjórnir, stofnanir, samtök og einstaklinga, til að huga að gildi vatnsins og leggjast á eitt um að tryggja verndun þess og aðgang allra að hreinu og ódýru vatni. Á þetta er litið sem mannréttindabaráttu því árið 2002 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar ályktun þar sem aðgangur að vatni var skilgreindur sem grundvallarmannréttindi.

Athyglisvert er hve breið samstaða er að baki þeirri ráðstefnu sem nú er boðað til og einnig er hitt nýlunda að samtök standi saman að yfirlýsingu eins og þeirri sem kynnt er í tengslum við þennan fund.

Upplýsingar um fundinn er að finna HÉR á heimasíðu BSRB. Þarna er einnig að finna sæg af upplýsingum um vatn og nýtingu þess.