Fara í efni

"Bolkenstein / Frankenstein"

Það er ekki tekið út með sældinni að heita Fritz Bolkenstein. Það er að vísu ekki bara nafnið sem veldur, heldur það sem þessi verkstjóri Evrópusambandsins við smíði nýrrar tilskipunar um þjónustustarfsemi, þykir hafa á samviskunni. Tilskipunin gengur út á að útvíkka hugtakið "þjónustu" þannig að það teygi sig inn á svið hefðbundinnar velferðarþjónustu en þar með væri opnað fyrir markaðsvæðingu hennar. Balkenstein er ekki maður einsamall í þessu starfi, þvi ráðandi öfl í Evrópusambandinu eru yfir sig hrifin af afrekum hans.

Þessi nýja tilskipun ESB um þjónustu er hins vegar gagnrýnd harkalega af verkalýðssamtökum og á yfirstandandi ráðstefnu EPSU (Samtök starfsfólks í almannaþjónustu innan ESB og EES) í Stokkhólmi sem nú stendur yfir, er tilskipuninni líkt við skrímsli og til að ríma við höfund sinn, Bolkenstein, er nú talað um Frankenstein-tilskipunina. Nánar segir frá þingi EPSU á heimasíðu BSRB, sjá hér.