Fara í efni

BARÁTTUKVEÐJUR 1. MAÍ: FRJÁLS Í RÉTTLÁTU SAMFÉLAGI!


Í fyrsta skipti í meira en tvo áratugi er ég staddur erlendis á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Alltaf stór dagur í mínum huga og frá Prag þar sem ég er yfir helgina leitar hugurinn heim. Svo er þótt á þessum degi séum við minnt á alþjóðlega þýðingu sameiginlegrar réttindabaráttu launafólks um heim allan. Í þeim skilningi á að vera sama hvar við erum niðurkomin á þessum degi! Heimur peningafrjálshyggjunnar riðar til falls. En ekki meira en svo að peningaöflin læsa sig nú saman af meiri krafti en oftast áður til að beina hruninu inn í gamalkunnan farveg: Að láta almenning blæða fyrir glæfra þeirra og mistök. Það ríður á að verkalýðshreyfingin og félagsleg öfl i stjórnmálum standi vaktina og snúi taflinu upp í þá sókn sem ein er ásættanleg: Að skapa réttlátt samfélag frjálsra manna, karla og kvenna, ungra og aldinna.
Í BSRB tíðindum sem voru að koma út vildi ég einmitt láta þessa hugsun vera mín kveðjuorð til samtakanna og jafnframt baráttukvaðningu inn í framtíðina.

(Sjá bls. 18-19: http://bsrb.is/files/LQ1.maiBladBSRB_1822275686.pdf )