Fara í efni

BANKAKERFIÐ TIL UMRÆÐU Á BYLGJUNNI

ÖJ og GÞÞ - Bylgjan
ÖJ og GÞÞ - Bylgjan

Í morgun tók Bylgjan hugmyndir um samfélagsbanka til umræðu. Ásamt mér tók Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þátt í umræðunni. Þrátt fyrir djúpstæðan skoðanaágreining okkar í milli var ekki örgrant um að við værum sammaála um nauðsyn þess að aðskilja viðskiptastarfsemi fjármálakerfisins og fjárfestingar. Benti ég að að fyrir þinginu lægi eina ferðina enn þingmál að þessu lútandi, sbr. hér: http://www.althingi.is/altext/145/s/0147.html

Guðlaugur Þór lagði ríka áherslu á það í  málflutningi sínum að vaxtakostnaður væri þriðji hæsti útgjaldaliður ríkissjóðs og væri afar nauðsynlegt að ná honum niður. Mikið rétt. Því er ég sammála. En inni í hvaða röksemdafærslu skyldi þessa athugasemd hans hafa verið að finna? Jú, þetta var réttlætingin á því að selja bankana og verja andvirðinu til að ná niður skuldum. Með öðrum orðum, skammtímahugsun á kostnað langtíma skynsemi. Það er alla vega mín skoðun.

Til framtíðar skiptir máli að smíða hér bnkakerfi sem þjónar viðskiptavinum og samfélaginu öllu með því að stðula að hagstæðum lánskjörum og stöðugleika í fjármálífinu. Það er ekki að gerast nú eins og hverju barni má nú ljóst vera. Svo er þess að geta að bankar í ríkiseigu skila þessi misserin tugum milljarða í ríkissjóð. Aldrei hefur það þótt hyggilegt að losa sig við mjólkurkýrnar. Hins vegar á að nýta þær á annan hátt en nú er gert og út á það gengur hugmyndin um samfélagsbanka.

Umræðan á Bylgjunni:  http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP43323 

Hér slóð á fund Dögunar í Norræna húsinu um síðastliðna helgi: STREYMI UM SAMFÉLAGSBANKA.