Fara í efni

ATLI HARÐARSON OG GRIKKLAND

atli og grikkland
atli og grikkland


Við Atli Harðarson heimspekingur erum sammála um margt hvað Grikkland varðar, ekki endilega allt. Hann hefur það þó umfram mig að vera miklu betur að sér en ég um grísk málefni.
Þetta er formáli að netslóðnni hér að neðan. Hún vísar á greinaflokk eftir Atla sem birtist í Morgunblaðinu á síðasta ári. Þessar greinar eru mjög fróðlegar, vel skrifaðar, af innsæi og þekkingu.
Nú vill svo til að mér er kunnugt um að gestur okkar Íslendinga, Zoe Konstantopoulou, sem fram kom á opnum fundi í Safnahúsinu síðastliðinn laugardag, verður í ítarlegu viðtali við Egil Helgason í Silfri Sjónvarpsins á sunnudag.
Mér segir hugur að lestur greina Atla sé ágætur undirbúningur að því að hlýða á þetta viðtal, sem enginn áhugamaður um alþjóðastjórnmál ætti að láta fram hjá sér fara. https://notendur.hi.is/atlivh/textar/ymislegt/Fimm_gr_um_kreppuna_i_Grikklandi.pdf