Fara í efni

ÁSATRÚARFÉLAGIÐ OG ÓSKABARNIÐ

ASATRU og sjóður um þyrlukaup
ASATRU og sjóður um þyrlukaup

Landhelgisgæslan hefur stundum verið kallað óskabarn þjóðarinnar. Það er réttnefni. Ásatrúarfélagið sýndi velvilja sinn í garð þessa óskabarns okkar fyrir skömmu með því að afhenda tvær milljónir í sjóð sem þar með var stofnaður til að aðstoða við þyrlukaup. Mér var boðið að vera viðstaddur hátíðlega athöfn þegar sjóðurinn var stofnaður með peningagjöfinni sem forsvarmenn Landhelgisgæslunnar tóku á móti. Var því beint til landsmanna að láta eitt þúsund krónur af hendi rakna inn í þennan sjóð og er óþarft að taka fram að hærri upphæðir yrðu ekki afþakkaðar!
Ég birti hér með reikningsnúmer og kennitölu þyrlusjóðsins, vilji lesendur verða við áskorun  Ásatrúarfélagsins:

Númer reiknings: 0301-22-002507
Kennitala: 710169-5869.