Fara í efni

ÁMINNING UM FRÉTTABRÉF

(Ó)reglulega sendi ég út fréttabréf þessarar heimasíðu minnar en þegar ég skipti um umsjónaraðila fyrir nokkru glataðist áskrifendalistinn að mestu leyti, þannig duttu fréttastofur, fréttamenn og ýmsir aðrir út, nokkur hundruð áskrifendur fréttabréfsins.

Smám saman fjölgar á lista áskrifenda en ég verð var við að margir sem áður fengu fréttabréfin standa í þeirri trú að ég sé hættuur að senda þau út.

Ég skrái engan að þeim forspurðum (það er nýlunda!) en ég bendi á að skráning er auðveld á heimasíðunni. Fréttabréfin sendi ég ekki oftar en svo að þau ættu ekki að vera truflandi.
Þetta er hugsað sem eins konar hvatning til þess að gerast ákrifendur að fréttabréfum síðunnar enda er ég áhugsamur að koma sjónarmiðum og upplýsingum um fundi sem víðast.