Fara í efni

ALÞJÓÐAGJALDEYRISSJÓÐURINN FYRIRSKIPAR VAXTAHÆKKUN - RÍKISSTJÓRNIN HLÝÐIR - GLÆPSAMLEGT GLAPRÆÐI


Hækkun stýrivaxta upp í áður óþekktar hæðir - 18% - mun strax smita inn í allt lánakerfið - hafa áhrif á yfirdráttarlán og dráttarvexti. Með öðrum orðum vaxtahækkunin bitnar harðast á þeim sem eru þegar komin í vanskil. Seðlabanki og ríkisstjórn staðhæfa og að þetta sé gert samkvæmt skipun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta eru því fyrstu kynni Íslendinga af innkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í okkar líf í þessari lotu. Við erum m.ö. o. farin að finna fyrir frostköldum andardrætti hans. Ríkisstjórnin hlýðir eins og við var að búast -enda búin að samþykkja skilyrðin. Það gerði hún á bak við tjöldin, í innilokuðum og súrefnissnauðum lókölum, fjarri lýðræðislegum vettvangi.
 Fjármálaráðherra segir að þetta muni ekki vara lengi. En hefur það ekki verið sagt áður?
Hvað segja þau nú sem fögnuðu hvað mest aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? 
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/28/frostkaldur_andardrattur_imf/