Fara í efni

ALDREI AFTUR

Ef BSRB fær því mögulega komið við verður það aldrei aftur látið viðgangast að bandalagið eigi ekki aðild að endurskoðun kjarasamninga. Við endurkoðun samninga er tekið á málum sem varða útgjöld hins opinbera og ráðstafanir sem snerta allt launafólk í landinu. Fráleitt er að BSRB sé haldið utan umræðu um slík málefni. Hvað varðar endurskoðun á launaákvæðum samninga hefur það sýnt sig að hún ber þess mjög merki að bandalagið eða aðildarfélög þess koma ekki þar að málum.
Í dag var haldinn fundur með samninganefnd fjármálaráðuneytisins og forsvarsmönnum BSRB, BHM og KÍ. Þar kom fram að ríkisstjórnin túlkar endurskoðunarákvæði samninga gagnvart opinberum starfsmönnum mjög þröngt og eru ákvæðin nánast klæðskerasaumuð til þess að sniðganga þá. Þessu geri ég grein fyrir í pistli sem birtist á heimasíðu BSRB í dag, sbr. HÉR.