Fara í efni

ALCAN OG HEILÖG BARBARA


Fram hefur komið hvernig deiliskipulag sem Alcan hefur lagt fram fyrir stækkun álversins í Straumsvík birtist í ólíkum myndum. Það er ekki aðeins að með skipulaginu verði þrengt verulega að framtíðarmöguleikum byggðar og Hafnfirðingum boðið upp á aukna mengun heldur er sögu og minjum svæðisins sýnd lítil virðing. Kapellan í hrauninu og líkneskið af heilagri Barböru, verndara og dýrlingi ferðalanga, lenda samkvæmt deiliskipulaginu inn á miðri lóð álversins, á milli risavaxinna kerskála. Að þessum sögulegu minjum er að vísu gert ráð fyrir að áhugasamir ferðalangar geti gengið eftir þar til gerðum stíg. En skyldi þessi ömurlega staðsetning verða hvetjandi fyrir áhugamenn um sögu lands og þjóðar og hvað hefur minjaverndarfólk um svona háttalag að segja?

Ég vil vísa á fróðlegan og skemmtilegan pistil Hafnfirðingsins Sigurðar Á. Friðþjófssonar en honum líst illa á deiliskipulag þeirra Alcans-manna. En hann er bjartsýnn fyrir hönd Hafnfirðinga, og raunar landsmanna allra og full ástæða er til að deila þeirri sýn með honum. Sigurður segir m.a.:

„Ég hef hins vegar fulla trú á því að heilög Barbara muni vísa Hafnfirðingum rétta leið í þeirri kosningu [sem framundan er] og Sól muni rísa í Straumi og skína áfram á kapelluna og Barböru.”

Sjá pistil Sigurðar HÉR