Fara í efni

AFTUR Á MIÐVIKUDAG

breska sendiráðið3.JPGMiðvikudaginn 22. desember kl. 12:00 til 12:30 verður staðið við breska sendiráðið við Laufásveg þriðja daginn í röð.
Fjölmiðlar hafa margir greint frá mótmælastöðunni við breska sendiráðið í Reykjavík til stðunings Julian Assange stofnanda Wikileaks. Hér er vísan í vef Ríkisútvarpsins en þar er að finna slóð sem sýnir afhendingu formlegs erindis til breskra stjórnvalda: https://www.ruv.is/frett/2021/12/20/motmaelir-medferd-a-assange-vid-breska-sendiradid 
Þar er þess krafist að Julian Assange verði leystur úr haldi í Bretlandi og að fallið verði frá fyrirætlunum um að framselja hann til Bandaríkjanna. Þar yrði hann leiddur fyrir rétt þar sem fyrirsjáanlegt er að saksóknari krefjist fangelsivistar í 175 ár. Og sakagiftirar, hverjar eru þær? Það eru njósnir.
Við vitum hins vegar sannleikann. Refsa á Julian Assange fyrir að upplýsa um stríðsglæpi, pyntingar og siðlausa alþjóðasamninga sem áttu að fara leynt; samninga sem gengu út á að markaðsvæða almannaþjónustu samfélaganna. Þetta mátti almeningur hins vegar ekki vita um. Reyndin varð önnur, þökk sé Wikileaks. 
Nú verðum við, almenningur í heiminum, að standa okkar pligt og verja fralsið og mannréttindin. Mótmælastaðan við sendiráð Breta þessa dagana gengur út á það. 
Sem sagt, 12:00  til 12:30 við breska sendiráðið við Laufásveg, miðvikudaginn 22. desember.