Fara í efni

Áfellisdómur yfir einkavæðingu

Sænska Samkeppnisstofnunin hefur gefið út skýrslu um afleiðingar markaðsvæðingar í Svíþjóð. Skýrsluna er að finna á vef BSRB undir erlendu efni. Fyrirsögnin á þessari frétt BSRB er "Frjálsar" verðhækkanir í Svíþjóð. Inngangur fylgir af hálfu BSRB þar sem saman eru teknar niðurstöður skýrslunnar. Þær hljóta að túlkast sem hrikalegur áfellisdómur á einkavæðingarstefnuna í Svíþjóð. Það er full ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér efni þessarar skýrslu.
En viti menn. Svo haldnir eru menn trúarkreddu frjálshyggjunnar að jafnvel höfundar þessarar skýrslu, sem greinilega ganga með bakteríu kreddunnar, lofsyngja markaðsvæðinguna, alla vega í bland, á síðum skýrslunnar, þótt niðurstaða þeirra eigin rannsókna sýni fram á mjög slæmar afleiðingar þessarar stefnu fyrir sænska neytendur og skattgreiðendur.
Sjá umrædda netslóð hjá BSRB hér.
Í sumar, um svipað leyti og Samkeppnisstofnun Svíþjóðar sendi frá sér fyrrnefnda skýrslu, birtu bresku verkalýðssamtökin Unison rannsóknarskýrslu um reynsluna af einkaframkvæmd í Bretlandi. Um þá skýrslu var fjallað hér á síðunni. Sjá hér.