Fara í efni

AFDRÁTTARLAUS GIDEON LEVY

Opni hádegisfundurinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 24. júní með ísraelska rithöfundinum og blaðamanninum Gideon Levy var í senn upplýsandi og vekjandi. Skilaboðin voru skýr, heimuirnn yrði að rísa upp Palestínumönnum og lýðræðinu til varnar. Í erindi sínu var Gideon afdráttarlaus, Ísrael ætti að beita efnahagsþvinugun, sniðganga ætti ísarelskar vörur og listamenn ættu ekki að leggja leið sína þngað að óbreyttu ástandi.

Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland - Palestína - flutti fróðlegt erindi á fundinum um aðkomu Íslendinga að stofnun Ísraelsríkis, hvernig Íslendingar hafi brugðist við mannéttindabrotum í Palestínu og svo hvað okkur beri að gera.

Þetta verður ekki rakið hér því nú er Samstöðin búin að setja fundinn allan á netið, þökk sé henni. Og þökk sé henni og Bylgjunni fyrir að vekja athygli á fundinum. Morgunblaðið kynnti fundinn mjög vel og það sem ekki síður var virðingarvert var að blaðið birti allítarlegt og sérlega fróðlegt viðtal Klöru Óskar Kristinsdóttur, blaðamanns, við Gídeon Levy.

Bítið á Bylgjunni,  föstudaginn 23/6 voum við Hjálmtýr Heiðdal mættir þar í boði þeirra Heimis og Gulla : https://www.visir.is/k/56e48588-3879-40ef-bed5-973ca5082d92-1687511218273

Samstöðin á lof skilið fyrir hve vel hún sinnti þessum viðburði. Upptöku Boga Reynissonar af fundinum mun ég birta á heimasíðu minni. 

Tveir góðir: Gideon Levý ræðir við Svein Rúnar Hauksson