Fara í efni

AÐFÖRIN AÐ WIKILEAKS: ER LONDON AÐ LOKA Á LÝÐRÆÐIÐ?

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var sem kunnugt er nýlega handtekinn í Bretlandi með samþykki nýrra stjórnvalda í Ekvador en undanfarin sjö ár hefur hann fengið hæli í sendiráði þess lands í London. Bandaríkjastjórn hefur krafist framsals Assange; segja hann hættulegan njósnara. Það sem þar býr að baki er fyrst og fresmt uppljóstrun Wikileaks um stríðsglæpi í Vesturveldanna í Mið-austurlöndum.  

Tekist er á um það í réttarsal í Bretlandi hvort orðið skuli við beiðni Bandaríkjamnna um framsal en breska ríkisstjórnin er mjög áfram um það.  

Í vikunni var ég í London, tók þar þátt í ráðstefnu um þetta málefni undir heitinu Imperialism on Trial. Þar talaði ég ásamt fleirum en fundarstjórinn var Goerge Galloway

Ég sat einnig ásamt Kristni Hrafnssyni, ritsjóra Wikileaks og lögmanni úr teymi Wikileaks, fyrir svörum á fréttamannafundi Press Association þar sem saman voru komnir um áttatíu fréttamenn víðs vegar að úr heiminum. Ég taldi sextán sjónvarpsmyndavélar og er það til marks um áhugann á málinu.

Á miðvikudag var tekið upp viðtal við mig í myndveri Russian Television þar sem meðal annars var spurt út í samskipti mín sem innanríkisráðherra við FBI árið 2011, þegar sú stofnun sendi í leyfisleysi heilan flugvélafarm af leynilögrelgumönnum og saksóknurum til Íslands í því skyni að fá íslensk stjónvöld í samstarf um að koma böndum á Wikileaks og Julian Assange sérstaklega.

Þennan dag tók ég einnig þátt í mótmælum við Buckinghamhöll og Downing Street, allt af sama tilefni: að krefjast þess að Julian Assange verði slept úr haldi og fallið frá öllum hugmyndum um framsal til Bandaríkjanna.

Mér varð hugsað til fyrri tíðar þegar ég kom að Downing, þar sem forsætisráðherra Breta býr. Áður gekk fólk þar frjálst um götuna. Nú er hún afgirt og vopnaðir verðir á hverju strái.

Þetta þurfa þau að gera sem hafa slæma samvisku.

Viðtalið við mig í RT sem vísað er til að ofan: https://www.youtube.com/watch?v=CmPQY7cXOIg

Frásögn á mbl.is: https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/06/16/lydraedid_er_undir_i_mali_assange/

Imperialism on trial.PNG