Fara í efni

ÁBENDINGAR BSRB


Jafnréttisnefnd BSRB hefur sent frá sér ályktun þar sem hafnað er "atvinnustefnu á kostnað kvenna". Í ályktuninni er hvatningu beint til ríkisstjórnar og samningsaðila á vinnumarkaði að standa vörð um velferðarþjónustuna:  "Starfsfólk í velferðarkerfinu - á sjúkrahúsum, í heilsugæslunni, á stofnunum fyrir fatlaða og í skólum, er í yfirgnæfandi meirihluta konur. Samdráttur og skerðing í velferðarþjónustunni bitnar því harkalega á kvennnastéttum." Þegar stjórnvöld grípi til atvinnuskapandi aðgerða megi atburðarásin ekki verða sú "að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Reynslan kennir að allt of oft hefur raunin orðið sú á samdráttartímum." Þá segir í ályktun Jafnréttisnefndar BSRB að stðula þurfi að atvinnu fyrir alla, "konur jafnt sem karla". En að atvinnusköpun megi  ekki verða á kostnað starfsemi sem er samfélaginu öllu mikilvæg; aldrei sé eins mikil þörf á öflugu velferðarneti og á krepputímum. "Eyðilegging á velferðarkerfinu bitnar ekki aðeins á samtímanum heldur einnig á komandi kynslóðum." Sjá ennfremur: http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/1519/