Fara í efni

Á SPJALLI VIÐ FROSTA OG Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Á NEISTUM

Nýlega mætti ég í spjallþátt hjá Frosta Logasyni sem heldur úti umræðuþáttum um málefni líðandi stundar og eflaust einnig um eilífðarmálin. Við ræddum sitt hvað á líðandi stund þótt eflaust gerist margt á þeirri stund sem mætti flokka undir eilífðarmálin.
Við ræddum um Úkraínustríðið sem ég hef löngum sagt og segi enn að hafi ekki verið tilefnislaust. Þetta hefur þótt mikil goðgá að ræða og þá gjarnan sagt að þar með sé verið að réttlæta hernað Rússa í Úkraínu. En það er eitt að reyna að skilja framvindu sögunnar, annað er að leggja blessun sína yfir þá framvindu.
Um leið og ég þakka Frosta Logasyni fyrir mig þá vil ég vekja athygli á vefritinu Neistum, það er neistar.is, https://neistar.is/ . Þar var vísað í þetta viðtal og bút úr því en viðtalið í heild sinni sjá áskrifendur Frosta hins vegar einir.
Ég hvet lesendur þessarar síðu til að slá reglulega upp á neistum.is því þar er að finna fjöldann allan af áhugaverðum greinum um málefni og sjónarmið sem ekki heyrast í meginstraumsmiðlum en ættu að sjálfsögðu að heyrast þar.
https://neistar.is/greinar/ukrainustrid-gagnrynisraddir-fagaetar-en-samt-til/  
https://brotkast.is/spjallid-med-frosta-logasyni/