Fara í efni

11.september í Nýju róttæku miðstöðinni

Þrjú ár eru nú liðin frá árásunum á New York og Washington og er í dag haldin minnigar- og menningardagskrá í Nýju róttæku miðstöðinni að Garðastræti 2 (101 Reykjavík), um atburðina 11. september 2001 og eftirköst þeirra.  Stofnun Nýju róttæku miðstöðvarinnar er lofsvert framtak sem ég hvet sem flesta til að kynna sér. Það er GAGNAUGA.IS sem stendur að skipulegningunni en fyrir þá sem ekki til þekkja er athyglisvert að fara inn á þann róttæka og gagnrýna vef. Eins og fram kemur í meðfylgjandi dagskrá flyt ég erindi um atburðina 11. september 2001- eftirmála og formála - að þessum atburðum og reyni að sýna fram á stærra samhengi atburða. Erindið mun birtast á GAGNAUGA.IS og einnig hér á síðunni.  

Dagskráin í Nýju róttæki miðstöðinni í dag er eftirfarandi:

Dagskráin stendur frá kl. 14:00 til kl. 23:30.  Heitt kaffi á könnunni. Frjáls framlög.

Kl. 14:00 Miðstöðin opnuð

Kl. 14:30 Ögmundur Jónasson, alþingismaður heldur erindi um pólítisk eftirköst fjöldamorðanna 11. september, þ.m.t. stríðsaðgerðirnar gegn Afghanistan og Írak.  Spurningar og umræður.

Kl. 15:30 Kristín María Birgisdóttir, formaður Ungra frjálslyndra fjallar um skerðingu mannréttinda í kjölfar atburðanna 11. september.  Spurningar og umræður.

Kl. 16:15 Elías Davíðsson, tónskáld og einn af stofnfélögum miðstöðvarinnar, sýnir að bandarísk stjórnvöld hafi ekki sagt sannleikann um atburðina 11. september og vilji ekki upplýsa málið.  Hver stóð að fjöldamorðunum ? Spurningar og umræður.

Kl. 17:30 Íhugun til minningar um fórnarlömb fjöldamorðanna 11. september 2001 og fórnarlömb stríðsins gegn hryðjuverkum: Dean Ferrell leikur á kontrabassa eigin útsetningar við lestur ljóða eftir Allen Ginsburg, Lawrence Ferlinghetti og við lestur Kaddish (gyðingabæn um hina látnu).

Kl. 18:15 Mike Ruppert, The Truth and Lies of 9-11 (Kvikmynd, 138 mínútur)
Mike Ruppert heldur mjög fróðlegan fyrirlestur þar sem hann heldur því fram að Bandaríkjastjórn hafi haft fulla vitneskju um hryðjuverkin 11. september og lýsir því hvernig stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum er nátengt bandarískum olíuhagsmunum. Þá fjallar hann sérstaklega um mikilvægi eiturlyfjasölu og peningaþvottar fyrir bandarískan efnahag. Í málflutningi sínum notast hann nær eingöngu við opinber gögn og viðurkenndar heimildir.

Kl. 21.00 Eric Hufschmid: Painful Deceptions (kvikmynd, 120 mínútur)
Var það í raun Boeing 757 sem fór á Pentagon? Voru sprengiefni falin í Tvíburaturnunum? Hvers vegna hrundi WTC 7? Hvað hefur Bandaríkjastjórn að fela? Atburðarásin þann 11. september virðist vera afar ótrúverðug og full af mótsögnum. Í þessari mynd leitast Eric Hufschmid við það að sýna fram á að sú atburðarás sem fjölmiðlar hafa sýnt af atburðunum stenst engan vegin í ljósi náttúrulögmála, burðarþolsfræða og heilbrigðrar skynsemi.

Að dagskránni stendur  GAGNAUGA.IS