Fara í efni

NÝTT FLUGFÉLAG ER EINA VITIÐ

Samkvæmt fréttum frá Noregi í dag, telja menn að Norwegian flugfélaginu hafi verið bjargað frá gjaldþroti, með því að nokkrir af lánadrottnum þess hafa samþykkt að breyta 60 milljarða kr. Skuldum í hluafé.

Þetta er þó einungis brot þeirra skulda, sem félagið skuldar.

Í stað yfir 200 flugvéla, segjast forsvarsmenn Norwegian einungis ætla að nota 7 flugvélar næstu 12 mánuði og einungis rúmlega 200 starfsmenn i stað 10 þús. fyrir tilkomu covid19.

Þetta þýðir því einungis örfá flug á dag, beint til helstu borga í Evrópu, auk tengingu við Bandaríkin með flugi frá/til Skandinavíu, en engu framhaldsflugi frá/til Asíu.

Þetta mun þýða mikla fækkun og breytingu flugflotans, þ.e. nú hafa þeir enga þörf fyrir hinar stóru og langdrægu Boeing Dreamliner flugvélar.

Í fyrra var fjöldi flugferða a dag 650 - 700, eða þrefaldar rúmum 200 flugferðum Icelandair. Starfsmenn Norwegian voru þannig um þrefallt fleiri (um 10 þús.) starfsmönnum Icelandair (rúm 3 þús.).

Flugrekendur Norwegian búast ekki við mikilli aukningu flugs fyrr en að ári og ætla því að feta sig rólega upp á við aftur og endurskipuleggja flugfélagið jafnframt frá grunni.

Þetta þýðir að mínum dómi að svo stór og kostnaðarsöm vandamál eru í rekstri Flugleiða, að ekkert vit sé að halda starfseminni áfram með meira og minna óleyst vandamál og þar með mjög miklum mánaðarlegum kostnaði, þrátt fyrir lágmarks starfsemi og mannskap (um eða innan 200 manns) í heilt ár!

Einn af stóru draugunum eru Boeing Max vélarnar.

Það mál er enn óleyst og alls óvíst, að hve miklu leyti farþegar treysta sér um borð í þær vélar, þó að þær fengju flugheimild á ný.

Því liggur beinast við að nú þegar verði sá kostur skoðaður, til að tryggja öruggt flugsamband við umheiminn, að stofna til nýs flugfélags, t.d. undir nafninu Flugfélag Íslands, með þátttöku ríkisins auk annarra fjárfesta.