Fara í efni

SENDUM ÖGMUND ÚR LANDI

Sæll Ögmundur.
Fyrir um tveimur árum síðan bentir þú á að jöfnuði og réttlæti á Íslandi væri ekki fórnandi fyrir bankanna. Frekar mættu hinir síðarnefndu fara úr landi en að það gerðist. Við þekkjum báðir hversu margir bjuggust ókvæða við og réðust að þér og flokki okkar Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Í ljósi nýjustu tíðinda er fróðlegt að rifja upp ummæli manna. Veit að lesendur síðunnar hafa áhuga því að skoða eftirfarandi hlekki (persónulega finnst mér að margir skuldi þér afsökunarbeiðni):

http://sigurjons.blogspot.com/2006/11/bankar-mega-fara-r-landi-gmundur.html

http://sigurdurkari.blog.is/blog/sigurdurkari/entry/198763/

http://blogg.visir.is/midjan/2007/03/13/bankana-burt/

http://jonheidar.blogspot.com/2006/11/burt-me-sjvartveginn-og-hugbnainn-lka.html

http://www.arnipall.is/grein.php?id_grein=95

http://new.vb.is/frett/9/45684/lausn-ad-handan

http://sigurjon15.blogcentral.is/blog/2007/3/21/vinstri-graenir/

http://hux.blog.is/blog/hux/entry/112193/

Egill Helgason bar líka blak af bönkunum þegar hann sagði á Stöð 2 þann 26. nóvember (spurning hvort hann vilji kannast við þessi ummæli núna?!):

"Ögmundur Jónasson vill líka jafna að ofan. Hann telur best að bankarnir fari úr landi með gróða sinn. Honum líst betur á að allir séu jafn blankir en að sumir séu ríkir. Verst að þetta hefur verið reynt áður og gafst ekki sérlega vel. Hugmynd kommúnista um jöfnuð var að enginn mætti eiga neitt, allt skyldi vera ríkiseign. Stundum eru Vinstri grænir ekki komnir sérlega langt frá upprunanum."

Að lokum er það uppáhalds færsla mín en hún var rituð af Birni Inga sem er orðin óháður markaðssérfræðingur með kláf í fréttablaðinu og sjónvarpsþátt. Færsla hans bar heitið „Sendum Ögmund úr landi":

http://bingi.blog.is/blog/bingi/entry/52254/

Þetta er aðeins pínkulítið brot af því sem sagt var. Ég læt hér fylgja slóðir á nokkrar greinar frá því í nóvember 2006 þar sem þú skýrir þinn málstað. Í þessum mánuði ert þú einnig ganrýndur í lesendabréfum til síðu þinnar sem hægt er að fletta upp. Þetta er þó aðeins örlítið brot af skrifum þínum um þetta efni:
https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/grodi-og-samfelag
https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/bankarnir-rifi-sig-ekki-fra-samfelaginu
https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/einu-gleymdi-bjorgolfur
https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/storfyrirtaekin-og-godgerdirnar-veit-vinstri-hondin-hvad-su-haegri-gjorir
https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/styrmir-og-egill
   

Huginn Freyr Þorsteinsson