Fara í efni

VERKTAKA-HJÁLP RÍKISISNS, RÁÐAGERÐ FRÁ 2007

Til stendur, sem fyrri daginn,að láta tugi milljarða renna til verktakadeildar SA. Nýta á til þess lífeyrissjóðlánsfé, en ríkið er í bakábyrgð og almenningi ríkissjóði, ætlað að greiða allt féið til baka, beint,með sérafgjöldum eða með almennum sköttum. Svikakerfi er uppbyggt, svonefnd ,,ríkiseinkaframkvæmd"  sem fela á almannaúTgjöld og almannaábyrgð. Reynt er að láta svo líta út að framkvæmdir séu ,,ókeypis" eða ,,sjálfbærar , sem er gegnsær lygaþvættingur.
Oftast er launaliður afar lítill hluti af veltu stórverkatakafyrirtækja, andstætt spuna.
T.d. eru bein launaútgjöld nálega 15% af 10.4 milljarða Vaðlaheiðarútgjöldum, sem mest eru gjaldeyrisútgjöld. Þannig verða stórútgjöld ríkis og ábyrgðarburður á milljarðalánum aðeins til að skapa fá ársverk í raun, en arð til eigenda verktakafyrirtækja. Þegar störf fyrir verktaka eru nefnd eru alltaf nefnd margfeldisáhrif hvers  starfs, kannki 3x , 4x eða 5x., eða hærri stuðull.  Þetta gildir um ,,ríkiseinka-framkvæmdir" en gildir líka þegar rætt er um stóráætlanir varðandi t.d. álver og virkjanir.  Aldrei er margfaldað þegar t.d. opinberum starfsmönnum fækkar.  Þá eru engin margföldunaráhrif( ! ) Ekki táknar niðuskurður á t.d. 200 slíkum störfum brottnám 1000 starfa.  200 ný verkatakstörf eru þó hiklaust í tali margfölduð með fimm, að gildi.

Verktakahjálp ríkisins beinist ekki að aðstoð við launafólk. Reynt er nú  að framlengja  líf bóludrauga, þ.e. glæfrafyrirtæka SA-verktakaættar, sem mestan þátt áttu þátt í uppskrúfun bólunnar, hruninu. Þegar gróðafýsn þeirra var hvað sjúklegust voru þúsundir farandverkamanna fluttir inn til starfa. Nú væla verktakar og bera fyrir sig hag íslensks launafólks, krókódílarnir grátandi. Og ASÍ villist með þeim í grátkórinn !
Sambrædd verktaka-og eignarhaldsbraskfyrirtæki áttu meginþátt í offramleiðslu á íbúðamarkaði og í byggingu þjónustu- og verslunarhúsnæði á froðuárunum.
Allt samfélagið sýpur seyðið af framtakinu, sem skilaði sér í heljarhruni. Til að fóðra þennan braskaraskríl áfram,á að skera niður í velferð, ,,hagræða"- ráðast að stoðum velferðar,menntunnar,menningar, skerða almenn lífsskjör á Íslandi. Liðið sem felldi byggingariðnaðinn, vælir nú um það atvinnuleysi starfsmanna, sem það sjálft skapaði. Eigendur hungrar enn í arð. Þeir bera fyrir sig stöðu starfsþræla sína nú.

Dæmi um þrjár skrítnar sjálfbærur ríkisins í þágu verktakahagsmuna
:

1) Hugmynd er enn lifandi um að slíta þrjár meginæðar þjóðvegakerfisins á S.V.landi úr sameign þjóðar, setja þær umbættar í ,,sjálfbært" séreignarform á ríkisvegum.Tilgangurinn er að knýja vegfarendur þeirra til sérskattgjalda, láta sem þeir hafi ekki greitt og greiði ekki til vegaumbóta af eldsneytissköttum, sem aðrir landsmenn.   Svikakerfið  er ekki óskylt hugmyndum um hreina einkavæðingu á almannavegum, söm er rótin. Hugmyndin veldur uppnámi, er ósanngjörn og spillir rökhugsun. 40.000 landsmanna hafa andmælt þessuruglinu.

2)Stórspítalaplan við Hringbraut er hrein myndgerving verktakahjálpar ríkisins  og er á formi ,, einkaframkvæmdar". Ætlun er að fjárfestar í formi lánveitenda eignist nýspítala LHS og allar eldri húseignir LHS, ríkið verði skuldbundinn leigjandi þeirra. Mikinn hluta eldri ríkiseigna LHS á að ,,afskrifa" selja á útsölu-verði, t.d. 29.000 fm. stórspítala í Fossvogi með öllu sem tilheyrir.   LHS er nú rekinn í lágmarksgír  vegna niðurskurðar á mannafla. Ekkert fé er sagt vera til kaupa á nauðsynjartækjum, til viðhalds eða til að reka þar sómasamlega þjónustu hvað þá að aflétta þrælakjörum starfsmanna. En steypupeninga má finna.

Nýja, ráðgerða sérhjálpin við verktaka gæti kostað yfir 100 milljarða kr. Handlangarar verktakahagsmuna eiga exelforit,sem segja að því meiri og dýrari sem Hringbrautarsteypan verði, því meira verði rekstarhagsræðið. Allt er ókeypis.
Umræða um skárri valkosti en þessa  verktakahjálp er nú bönnuð á Íslandi.

3) Gömul bóluhugmynd um einkagöng til samkeppni við sæmilegan Þjóðveg 1 um Víkurskarð hefur nú vaknað í skrítnu draugslíki. Ríkið hefur sjálft stofnað hluta-félag til séreignar á Vaðlaheiðargati með  49% móteign hreinnar skúffu í Eyjafirði.

Ríkið ber auðvitað  100% kostnaðarábyrgð, alla lánaábyrgð. Vaðlaheiðarfélagið h.f. er skrípaútgáfa af ,,sjálfbæru" eignar og rekstrarfélagi um valkostabraut, sem ætlað er í vafasama samkeppni við ríkisþjóðveg (!). Sýnt er að þessi skrípaangi af verktakahjálp  ríkisins,Vaðlaheiðarhlutafélagið tóma, fæðist með fyrirséð rekstrar-gjaldþrot í huga. Ríkið ber beint nál. 2/3 kostnaðar, slík verður ,,sjálfbærni" félagsins, þrátt fyrir að veggjöldum verði stýrt í hámark. M.ö.o tjaldar ríkissjóður til 7 milljörðum kr. í umrædda verktakaveisluvél. Samgöngugildi Vaðlaheiðargats er takmarkað og umdeilt. Gatið er samt auglýst sem mesta forgangsmál í vegagerð samtímans á Íslandi. Vélbragðaferlið tengt því hefur tekið vit úr umræðu um nauðsynjarumbætur í samgöngumálum og vegagerð á Íslandi. Eftir að skrípafélag er stofnað um 10.4 milljarða Vaðlaheiðargöng er nú sagt að opinberri umræðu sé lokið um þau. Ríkisúrgjöldin eru nú einkamálefni stjórnar skrípafélags ríkisins.

Um bankabjörgun ríkisins og verktakahjálpina:

Þrjú ofannefnd sýnidæmi eru tiltekin sem staðfesting á villubraut ráðamanna. Ekki er nefnd hugmyndamismíðin  Umferðarmiðstöð, hvað þá ,,sjálfbært" Hörpu-rugl,  né  annað sem tengist ráðgerðu og veittu almannaframlagi ráðamanna í braskarahendur.Þótt á þriðja ár sé liðið frá efnahagshruni gilda gömul bólulögmál enn í umræðu. Enn halda gildi ráðagerðir um braskarabjörgun ríkisins,sem formaðar voru frá haustdögum 2007, þegar kreppan blasti við.  Verktakahjálp ríkisins er þar meðal stofna.  Frá þeim haustdögum varð Bankabjörgun ríkisins, sú sem enn stendur, yfirþyrmandi af stórleik.2008 var ekki hikað við að tæma SÍ svo rétta mætti bankabröskurum ölmusu.Verktakabjörgun ríkisins er þó líka fullrar athygli verð. A.m.k. í augum þess almennings,sem milljarðana borgar.

 

                                                            Baldur Andrésson, 3.apríl 2011.