Fara í efni

VAÐLAVEISLA MARTIS

Vaðlagöng og verkfyrirmyndir þeirra:
Hvorki reyndist mér eða öðrum þrautalaust verkefni að fá fram upplýsingar um verðmiða á tveimur jarðgangavirkjum í ríkiseigu, sem vígð voru haustið 2010. Verðmiðarinir voru á ,,fljótandi uppleið" í þöggunarbúningi, misserin fyrir vígslu og lengi eftir verklok var logið til um endanleg útgjöldin. Jafnvel er ennþá logið.

Raunar hafa upplýsingar aldrei verið birtar, sem öruggar teljast.  Síðustu birtu tilkynningarnar um samtölu lokaverðmiða frá  hausti 2010 eru  21. 2ma kr.,  Þ.e. 12 ma kr. umfram kynningarverðmiða byggða á samtals  9.2. ma kr. samningum.

Hvorug þessi ríkisviðskipti við sitt hvort erlent stórverkatakafyrirtæki hafa notið óháðs eftirlits eða lögskyldrar endurskoðunar óháðs aðila á Íslandi. Krafa um slíkt hunsuð með öllu, m.a., rökstuddar ábendingar  til Alþingis. frá vordögum  2011.

(Um er að ræða Martigöng um Óshlíð & Metrostavgöng við Héðinsfjörð.)

                     15 ma kr. Vaðlagöng. Veisluhald á almannaábyrgð: 

Kynningarverð á nýju, ráðgerðu jarðgangavirki Martis um Vaðlaheiði byggir m.a. á verktilboði þeirra verktaka. Verði verkupphaf vorið 2013 hefur verðlagsþróun frá samþykktartíma Martitilboðs komið því strax í nálega 10 ma kr. umbunartölu til verktaka. Þá eru ótaldir beinir framlagðir ríkisstyrkir og reiknaður óbeinn ríkis-stuðningur til ,,eiginfarmkvæmdar" VHG hf. Fyrirséður er ,,áfallakostnaður" sbr. fyrri reynslu, mögulegir verkaukar, verðlagshækkanir  verktíma, sem valda sjálf- krafa vaxandi verktakaumbun. Reynsludæmin eru mörg.

Lágstemmt mat á útlögðum Vaðlakostnaði,verði verklok 2016, hljóðar á 15 ma krheildarverðmiða. Bjartsýnitilgátan.

Yrði vöxtur verðmiða Vhg.líkur og varð við ,,fyrirmyndarviðskiptin" tvö,  yrði verðmiði Vhg. nær því að hljóða  vel á þriðja tug ma kr. verði verklokin árið 2016.

Slík endurtekin verslunarmartröð við verktaka er þó tæplega hugsanleg. Og þó?

Athyglivert er að Vhg.eru sett í ,,markaðsumgerð", sem sjálfbær eða arðbær eiginframkvæmd samgöngufyrirtækisins VHG hf. Sýnt er að eigintekjur fyrirtækis verða áætlaðar  innan við 5 ma kr. nettó næstu þrjá áratugi.

Gjaldþroti VHG hf. verður m.ö.o. alls ekki forðað, enda byggist öll tilvera hluta-félagsins á milljarðalánsfé frá almenningi, sem  endurgreiða skal.  Strax eru fyrir-séðar milljarðaafskriftir og ,,skuldbreytingar" á almannakostnað. Tapað hlutafé.

Lygaumgerð er áföst við ,,fyrirmyndarverslun" ríkisins við Marti og Metrostav vegna gerðar umferðarstórvirkja, vígð  haustið 2010. Þau viðskipti standa ennþá sem óendurskoðuð óreiða við árslok 2012.

 Lygaumgerð er líka klístrað við Vaðlaáætlun. Í júní 2009 var veifað 7.5 ma kr. verðmiða.  Nú í des 2012 má tvöfalda þá kostnaðartölu með öryggi.

Takmarkalítill er spuninn um tekjuhorfur VHG hf. og hefur svo staðið lengi m.a. þátt fyrir kolsigldar fyrri umferðarspátölur, skýrt ofmat á greiðsluvilja vegfarenda.

 Aldrei hefur faglegt mat verið lagt á gildi Vaðlaganga.  Jafnvel var framtakinu forðað frá umhverfismatsgerð með ,,ráðherraákvörðun" 2006 en í stað þess látin gilda þásamin ófagleg sölukynning  Greiðrar  Leiðar ehf 2005/06 gagnvart þá, vonlegum einkalánadottnum þess liðna, vanburða samgöngufyrirtækis.

Vaðlagöng eru auðvitað utan vegáætlunar, enda þau til takmarkaðra úrbóta.

Vísvitandi eru falin og þögguð fræðagögn sem þetta framtaksmál varðar.

,,Markaðsumgerð" og ,,rekstaráætlun" VHG hf. er samþáttuð falsgerð, byggð á upplognum forsendum í þröngri merkingu og víðri.  Fyrimyndir þessa eru raunar nægar frá fyrri ,,uppgangstíma", sem olli efnahagshruni á Íslandi.

Framsýni felst í  fyrirbyggjandi slysavörn. Örstutt baklit til næstu fortíðar setur Vaðáætlun samgöngufyrirtækisins VHG hf. í afar skýrt ljós, sem glapræði.

         Ekkert gott getur hlotist af vísvitandi framsettum ósannindavaðli.

Reykjavík, 27.nóv..2012
Baldur Andrésson,arkitekt, skipulagsfræðingur.

Eftirmáli:

Ný tíðindi eru að 5 mánaða langri afgreiðslutöf fjármálaráðuneytis á 8.7 ma kr. viðbóðarláni til VHG hf sé loks lokið,sbr, heimild Alþingis frá í júní. Fróðustu aðilar vita ógjörla hvert nú telst heildarumfang lánsheimilda Alþingis til VHG hf.

Í nóv.2011 var 1 ma kr. ríkislán heimilað. Í des 2011  heimilaði Alþ. 2 ma kr. lán.

Hljóðar þá heildarumfang heimilda nú á 11.7 ma kr?   Eða á minna umfang ?

Ótrúlegt er, ef ríkisábyrgðarsjóður tekur þessar ríkislánveitingar til samgöngu-fyrirtækis í mál, miðað við fyrirséða ógjaldbærni þess. Heimild hans stenst ekki.

Vanvirða við kjördæmiskjósendur á N.-A landi birtist í,  að reynt er að gera Vaðlaframkvæmd að kosningatálbeitu fyrir þá.  Þverpólitísk er hjarðhegðun tækifærissinnaðra atkvæðasmala í þá áttina og keppast þeir um forystuhlutverkið.Vorkunn er Norðlendingum að búa við þokuvillta smalana.

Að baki framtaksins eru þó mun alvarlegri spillingartengdir undirstraumar. Mikil er ákefð stórverktaka að sölsa til sín almannafjármagn. Samleik slíkra við valda fulltrúa í stjórnmálalífi er viðbrugðið og er Marti sannarlega þekktur spilafélagi.

 Í umgerð skipulagsleysis, í  glórulausri ,,markaðsumgerð" skal nú stefnt að gerð a.m.k. 15 milljarða kr. umferðarmannvirkis á almannaábyrgð, sem takmarkað úrbótagildi hefur. Gerð Vaðlaganga mun kosta ríkissjóð ,óendurkræft, 10 ma kr. auk þeirra sérútgjalda ,sem sérhverjum vegfaranda um göngin er ætlað að bera.

                                                                                                       BA. 1.des.2012