Fara í efni

VERJUM RÉTTARRÍKIÐ

Það var gott hjá þér að taka til varna fyrir réttarríkið í samtali við Brynjar Níelsson á Bylgjunni í morgun. Hvert erum við komin þegar lögmenn, svo ég tali nú ekki um þingmenn, stunda það að grafa undan dómskerfinu. Brynjar Níelsson, segir okkur blákalt að saksóknara sé ekki treystandi, að íslenskum dómurum sé ekki treystandi. Þá er komin ný víglína. Verndum borgaraleg réttindi, verndum þrískiptingu valdsins. Félagsleg öfl hafa verið á flótta undanfarin 20-30 ár undan fjármálafasismanum og valdaránstilraunum auðvaldsins. Ný víglína hefur verið dregin um það að verja borgaraleg réttindi. Rétt er að taka það alvarlega og sameina alla þá sem vilja vernda þau réttindi.
Hreinn K