Fara í efni

VEGATOLLAR EÐA GJÖLD Á ELDSNEYTI?

Ég held að það sé mikilvægt að taka þessa umræðu ekki um einstaka vegaspotta heldur út frá því hvaða leið á að velja til framtíðar við skattlagningu. Það er ekkert sem bendir til þess að við þurfum að flýa okkur við þessa ákvörðun, rafbílar eru fáséðir á götum og verða það næstu ár. Ekki er vandamál að nota núverandi kerfi við skattlagningu á aðra orkugjafa svo sem vetni og metan. Í fréttum hefur komið fram að Hollendingar hafa frestað sínum gervihnattapælingum vegna kostnaðar. Fyrverandi vegamálaráðherra talar eins og kerfið sé til og þetta verði ekkert mál. Formaður FÍB hefur verið með góð rök og upplýsingar. Tel undarlegt að í ljósi þess að við eigum ekki fjármagn til framkvæmda hafi verið ákveðið að fara í 2+2 veg í stað þess að velja 2+1 veg. Mun ódýrari leið og ef marka má upplýsingar úr fjölmiðlum, jafn örugg eða öruggari og mun duga næstu 30 ár. Vegagerðin lagði þá leið til en ef ég man rétt þá var það pólItísk ákvörðun að fara hina leiðina. Erum við ennþá að kljást við kosningaloforð frá 2007?
Haukur Harðarson