Fara í efni

VARIST AÐ SKATTLEGGJA KREPPUNA

Heill og sæll Ögmundur.
Í allri þessari umræðu um skattamál, hefur aldrei borist til tals að hækka skatta prósentuna á arðgreiðslur fyrirtækja???? það er á allra vitorði að fyrirtæki nýta sér þessa lágu prósentutölu, væri ekki nær að horfa í þá átt frekar en að leggja á umframgreiðslugetuskatt á landslýðinn. Einnig langar mig að benda á að ef lagðar eru meiri álögur á olíu / bensín kemur þjónusta til með að hækka verulega og fer það beina leið í verðlag, þaðan í vísitöluna og allt fer í meiri mínus hjá heimilum í landinu og að lokum, vitur hagfræðingur benti á að það er EKKI hægt að skattleggja kreppu hún bara dýpkar og lengist.
Rúnar Harðarson

Sæll Rúnar og þakka þér bréfið og vangavelturnar. Það er stefnt að því að færa skatta af fjármagni og arði inn í tekjuskattsprósentuna sem er eina vitið. Þar sýnist mér við vera alveg sammála.
Kv.,
Ögmundur