Fara í efni

VANHUGSAÐ AF HÁLFU STJÓRNAR-ANDSTÖÐU

Ég er þér hjartanlega sammála Ögmundur með að fresta hefði átt barnalögunum þangað til að búið væri að fara yfir þetta með sýslumönnum landsins en hingað til hefur það nú ekki gengið of vel hjá þeim að vinna með málefni barna og þau yfirleitt ófaglega unnin þótt ekki sé meira sagt...Ég tel að með því að demba þessu á núna um áramótin þá gefist þessu fólki ekki kostur að kynna sér þetta mál til hlítar og það mun bitna á saklausum börnum...Held að stjórnarandstaðan hafi ekki hugsað þetta til enda og hafa greinilega ekki þurft á þessari þjónustu að halda. Þessi mál eru oft þungbær, sérhæfð og vandmeðfarin svo ég hef miklar áhyggjur af því þar sem mörgum málsgreinum núverandi barnalaga er ekki fylgt eftir að þessi breyting geri illt verra....Farsælla hefði verið að fá tíma til að koma þessu á koppinn af alúð og með virðingu fyrir börnum.
Ragnheiður