Fara í efni

Værðarvoðir frjálshyggjunnar

Jón frá Bisnesi
Jón frá Bisnesi
Gróðinn er bæði í ökkla og eyra
og enginn fær þar reist við rönd.
Ég fékk eitt teppi en forstjórinn meira,
fast að sextíu millum í aðra hönd.
Með kveðju,
Jón frá Bisnesi,
einn af mörgum “hamingjusömum” viðskiptavinum Kaupþings. 

E.s. Var ekki Kaupþing eitt af þeim valinkunnu sæmdarfyrirtækjum sem forsætisráðherrakandídat Samfylkingarinnar tók upp á sína arma í Borgarnesi? 

Heill og sæll Jón.
Það er gott til þess að vita að þú skulir hafa fengið flísteppi frá Kaupþingi. Það var vel til fundið hjá þeim að færa viðskiptavinum sínum teppi að gjöf eftir að upplýst var um bónus forstjórans. Ég hef grun um að hroll hafi sett að mörgum viðskiptavininum og gott að geta gripið til teppisins.

Kveðja,Ögmundur