Fara í efni

UPPRÆTUM GLÆPAGENGI

Í neðnaverðri frétt stóð: "Á undanförnum dögum og vikum hefur lögregla náð miklum árangri í baráttu við glæpagengi á borð við Vítisengla og Outlaws. Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, aðgerðir yfirvalda vera að bera árangur. Hann er þó ekki sammála lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sem telur að banna eigi alla starfsemi glæpagengja." http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/03/17/kanna_botasvik_felaga/ 
Nú skil ég ekki af hverju þú ert ekki sammála lögreglustjóranum, Ögmundur. Viljum við ekki uppræta glæpagengi? Vitað er að fólk þorir ekki alltaf að segja það sem það í alvöru vill, af ótta við glæpagengin sjálf. Vitni þora stundum ekki að vitna fyrir dómi. Værum við ekki að eyðileggja alla góða vinnu lögreglumanna og rannsóknarmanna og allra hinna ef við leyfðum þeim að vera? Værum við ekki að stefna börnunum okkar og foreldrum og okkur sjálfum í hættu? Það er við stjórnmálamenn að sakast að glæpagengi fóru að skjóta rótum hvert á fætur öðru í landinu eftir að stjórnvöld fóru að fjársvelta lögregluna og hlustuðu ekki á kröfur þeirra og viðvaranir. Það á að nota skattpeninga í landvarnir og lögreglu en ekki eyða þeim í Brussel-fáráðið og ICESAVE.
Og hvað verður langt í að þið dragið Evrópusambands-umsóknina til baka, umsóknina sem við, þjóðin vorum aldrei spurð um og hátt í 70% okkar eru andvíg og vilja ekki? Og hvað verður langt í að þið lokið íhlutunarstofunni sem sett var upp fyrir 1 stjórnmálaflokk í okkar ´lýðræðisríki´ til að "breyta ranghugmyndum okkar og eyða ótta okkar" (Stefan Fule stækkunarstjóri) gegn erlendu verðandi stórríki sem sjálft ætlar að eyða í áróðurinn milljónum?
Elle