Fara í efni

UPPLÝSINGA ÓSKAÐ UM KOSNINGAR Í VOR

Sæll Ögmundur. Ég er komin á lífeyri frá LSR og til að ná endum saman erum við hjónin búsett á Spáni megnið af árinu. Spurningin er; Þar sem við hjónin erum stuðningsmenn VG og verðum ekki á Ísl. þegar kosið verður til Alþingis. Komum reyndar til landsins í vor. Hvar og hvenær getum við kosið.
Kveðja,
G.J.

Kosið er 12. maí. Ef þið ekki eruð hér á landi á kjördag þá getið þið kosið utan kjörfundar hjá sýslumanni eða í Laugardalshöll (ef þið eruð Reykvíkingar) fyrir kjördag. Ég legg til að þið hafið samband við starfsfólk okkar á kosningaskrifstofum um leið og þið komið til landsins, þess vegna fyrr. Síminn á kosningamiðstöðinni er 5528871.
Með kveðju,
Ögmundur