Fara í efni

UNDARLEG KJARARÁÐS-ÁKVÖRÐUN

Sæll Ögmundur! Hvað hefurðu að segja um síðasta útspil Kjararáðs? Bíð eftir því. Man aldrei eftir því að almúginn fengi kauphækkun afturvirkt og var þó lengi úti á vinnumarkaðnum. Væri ekki ráðlegt að áðurnefnt "ráð"sæi bara um samninga til alls launafólks í landinu hér eftir, svo og eitthverja lús til aldraðra og öryrkja. ? Þau yrðu fljót að hespa það af.
Edda

Sæl og þakka þér bréfið. Það undarlegasta við´"útspil" Kjararáðs er að sjá hverjir falla þar undir. Þar er um að ræða stöður sem eiga að falla undir almenna kjarasamnniga. Alþingi verður að taka þessi lög til endurskoðunar!
Ögmundur