Fara í efni

UMRÆÐULEYSI?

Sæll Ögmundur. Menn hafa ekki viljað ræða verkföllin hjá heilbrigðisstéttunum. Það kemur mér á óvart. Þessi verkföll eru mjög óvægin og ekki skánar þetta með verkfalli hjúkrunarfræðinga.
Bestu kveðjur,
Stefán Einarsson

Sæll Stefán og þakka þér fyrir bréfið. Ekki er það alveg rétt að verkföll heilbrigðisstétta hafi ekki verið til umræðu því það hafa þau verið. Auðvitað er það hárrétt hjá þér að verkföll á heilbrigðisstofnunum eru grafalvarleg. Þeim mun meira ábyrgðarleysi að hafa ekki tekið deilumálin fasatari tökum fyrr við samningaborð.
Kv.,
Ögmundur