Fara í efni

UM KAUP Á GRUNDAFJARÐAR-ÚTGERÐ OG UM SAMEININGU

Þeir Grundfirðinga girtu í brók
ei góðvildina hæðið.
Nú kalla þeir plássið litla krók
og nýja efnahagssvæðið.

SAMEININGARFUNDIR

Nú Hólmarar og Helgafellssveit
sameinast okkur í hamingjuleit
þrengjum böndin
kyssum vöndinn
og yfir lækinn nú förum á beit.

Við sameiningu sjáum fátt
sem glepur okkar huga
Lífsins basl höfum lengi átt
látum það áfram duga.

Pétur Hraunfjörð