Fara í efni

UM FURÐUSKRIF

Sæll Ögmundur....
Það er drepið á mörgu góðu á vefsíðunni þinni, en innámilli eru furðuleg skrif manna sem ráðast á þig af illsku, útúrsnúningi og málefnalausum persónuárásum, sem virðast oftar en ekki koma frá atvinnupennum forustu núverandi ríkisstjórnar. Ég er sammála Sigríði S. Einarsdóttur að framferði ríkisstjórnarinnar kallar á fall hennar og fólki gefið tækifæri til að velja sér fulltrúa á Alþingi á ný.
Núverandi ríkisstjórn situr á alröngum forsendum, sem gerir forkosningarloforð þeirra sem sitja, lygi, tækifærishyggju og blekkingu, enda hefur sama undirferlið haldið áfram í allri stjórnsýslu þessa fólks.
Það er skrumað að nú sitji vinstri velferðarstjórn, öfugmæli sem ég mun ekki einisinni rökræða í stuttu bréfi. Öllu hugsandi fólki er augljóst hið gagnstæða.
Ég vil taka undir undrun fólks á furðuskrifum Vals Gunnarssonar og Jóhanns Haukssonar í Dagblaðinu, sem eru eingöngu staðhæfilausar persónuárásir og blaður, blaðinu til skammar.
Ég er sammála þér hvað snertir stjórn Seðlabankans. Þetta fólk hefur sannað sig að vera ekkert betra en sull Davíðs í bankanum og á að fara frá hið snarasta. Seðlabankamönnunum kemur opinberlega Iceslave málið ekki við, nema hvað hver og einn hefur rétt á sínum persónulegu skoðunum. Að starfa með opinberum afskiptum gagnvart eins pólitísku og viðkvæmu máli eins og Iceslave er, eru bein afglöp! Seðlabankinn eins og öll önnur bankastarfssemi í landinu á að starfa undir yfirsjón lýðræðislega kosinna fulltrúa þjóðarinnar, einvörðungu í þágu hagsmuna íslensku þjóðarinnar, ekki alþjóðaauðvaldsins, né hnattvæðingar þess. Við eigum að kúpla okkur alfarið út úr þeim hildarleik og þjóna aðeins því sem þjónar hagsmunum íslensku þjóðarinnar! Bankarnir sem önnur „fjármálafyrirtæki" eiga að standa utan pólitíkinar og þjóna eingöngu fjárhagsþörfum íslensku þjóðarinnar. Ekki fólki sem notfærir sér hagkerfið til að komast hjá heilbrigðri atvinnu eða eins og um fjárhættu spil sé að ræða, og það eitt viti hvaða spil mótspilarinn hefur.  Fjárkerfi þjóðar er alltof áríðandi til að stjórnast af tilviljun eða geðþótta starfsmanna þess!
Ég hamra enn á að bankar á Íslandi eiga eingöngu að vera í eign íslensku þjóðarinnar, starfa eingöngu að þörfum þjóðarinnar og vera bannað að braska erlendis. Sömuleiðis skal banna alla fjármála- og bankastarfsemi útlendinga á Íslandi!
Auðvitað verður að færa stýrivexti niður að núlli sem er eina leiðin til að blása í glæður atvinnulífsins í landinu. Að Seðlabankinn skuli streitast gegn lækkun vaxtanna vekur spurninguna hverjum hann sé eiginlega að þjóna.  Allavega ekki íslensku þjóðinni! Ég tek undur ábendingu þína Ögmundur, að forustu Seðlabankans beri að gefa nákvæm rök á mannamáli af hverju bankastjórnin lækkar ekki vextina og af hverju hún bindur það fjárkúgun og frekju stjórnvalda Breta og Hollendinga í Iceslave? Mál sem er í fórum þjóðarinnar og má alls ekki afgreiða fyrr en þjóðin og hlutlausir dómstólar hafa dæmt í því!  Einnig er ekki enn búið að dæma í hrottaglæpamennsku Breta að lýsa yfir að íslenska þjóðin sé hryðjuverkaþjóð, og notaði hryðjuverkalögin til að ná kverkataki á íslensku þjóðinni! Þessu megum við alls ekki gleyma!   
Höfum í huga að einkafsjárglæframennirnir (ekki íslenska þjóðin) störfuðu í Hollandi og Bretlandi undir breskum og hollenskum leyfum, lögum og eftirliti, þeir bera því alla ábyrgð á framferðinu ásamt viðkomandi fjárglæfraeinstaklingum!   Þessu megum við alls ekki gleyma!
Að nokkur hafi skrifað undir Iceslaveríið eru svívirðileg afglöp, ef ekki LANDRÁÐ!   
Kveðja,
Helgi