Fara í efni

UM EINSLEITNI Í FJÖLMIÐLUM

Sæll Ögmundur.
Ég ætla svosem ekki að stofna til rökræðna um eigendavaldið, skoðanafrelsið, einsleitnina og það allt saman en bendi á - til gamans - að miðvikudaginn 2. júlí fékk einn og sami maðurinn birtar eftir sig greinar í fjórum íslensum dagblöðum, Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, DV og 24 stundum. Sá heitir Ögmundur Jónasson. Ætli það segi ekki eitthvað um fjölmiðlana.
Björn Þór Sigbjörnsson

Heill og sæll.
Bretar myndu sennilega segja: You have got a point.
Kv.
Ögmundur