UM BROTTHVARF HERSINS
						
        			06.10.2006
			
					
			
							Nú er herinn farinn - það er að segja líkamlega. Þessi her fer aldrei úr vitund þjóðarinnar - etv. sem betur fer. En þó er það einnig miður. Viðskilnaðurinn er í þeim anda sem til var stofnað í upphafi: Smánarlegur fyrir íslenska þjóð og íslenskt land. Það tekur sjálfsagt aldrei enda hversu aumt þetta samband hefur allt verið - jafnvel þó svo því hafi nú verið slitið - í orði kveðnu. Ég rakst á - ég held ekki fyrir tilviljun - limru eftir Þorstein Valdimarsson. Hún er svona: 
Það er svipað um hernámið hér 
og helvítis rykið hjá mér: 
Það seiglast að falla, 
það svínar út alla - 
og sést ekki fyrr en það fer. 
Mér sýnist þetta nokkuð rétt - eða hvað? 
Guðmundur Brynjólfsson
