Fara í efni

TÍMAMÓT- VERKAFÓLK GREIÐIR SJÁLFU SÉR LAUNAHÆKKANIR

í  ný undirrituðum kjarasamningum ASÍ og SA virðist verkafólk greiða sér sjálft launahækkanirnar. Það er þannig gert að laun hækka  um 18- 21 þús. Af því borgar verkalýðurinn staðgreiðsluskatt ca. 7500kr.  sem svo er notaður til að borga niður skattalækkun atvinnurekenda um 17%. þ.e. frá 18% í 15%, sem tekur gildi strax.
Skattalækkun með lækkun persónufrádráttar að upphæð tvö þúsund kemur svo til lýðsins að ári. Afgangurinn af samningunum er svo greiddur með litlu broti af kosningaloforðum.
Er nema von að menn kætist? Verkalýðurinn borgar sér sjálfur og tekur auk þess atvinnurekendur á bakið. Það er svo sem ekkert nýtt. Nema hvað íslenskir atvinnurekenur eru orðnir heldur þyngri í seinni tíð - hafa hlaðið mikið á sig. Ekki beinlínis réttlátt að láglaunafólk þurfi að burðast með þá. Kannski hefðu þeir haft gott af því að ganga sjálfir? Það hefði verið góð tilbreyting.
Rúnar Sveinbjörnsson