Fara í efni

TILVONANDI FORTÍÐARVANDI

Vísitala neysluverðs fyrir janúarmánuð var 334,8 og fyrir marsmánuð 334,5 stig. Sem sagt verðhjöðnun fyrstu þrjá mánuði ársins.
Opinberir raunvextir eru hins vegar 15%. Sums staðar er fólk að greiða 25% af yfirdrætti. Það eru því raunvextir.
Verið er að ræða hvernig hægt sé að leysa fortíðarvanda, án þess að nokkur virðist taka eftir því að verið er að framleiða tilvonandi fortíðarvanda á hverjum einasta degi.
Hreinn K

Hárrétt. Þess vegna er vaxtastefna Seðlabanka og fjármálkerfisins rökleysa. Skaðleg og siðlaus. Á það hefur verið bent hér á síðunni. Og víðar.
Kv.
Ögmundur