TILLAGA TIL LAUSNAR BRÁÐAVANDA
Sæll Ögmundur!
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum.
SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM.
Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru?
Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir Íslendinga og hælisleitendur(flóttafólk).
RÍKISSTJÓRNIN SÝNI KÆRLEIKA Í VERKI - Ég legg til að ríkisstjórnin komi saman í hvelli og sett verði neyðarlög sem felli úr gildi, að lífeyrisþegar í eignarhúsnæði megi ekki leigja frá sér án þess að til komi skerðingar frá Tryggingastofnun ríkisins (TR).
Kær kveðja,
Björk Magnúsar og Grétudóttir