Fara í efni

,,ÞRÍEYKIБ‘

Þar Alma, Þórólfur og Víðir.
Þegnum reglur setja
Þeim landinn í þrautum hlýðir
það lýðinn virðist hvetja.

Metrana þú passa mátt
mæla ávallt tvo
þú heima líka hanga átt
og hlýða svo.

Þríeykið hér þakkir fær
Þung er sóttar vaktin.
Árangri þar eflaust nær
ákveðin slá taktinn.

Margir ræktuðu gnægta garðinn
og gengu keikir á stall
Nú er bannað að borga út arðinn
Því búa sig undir fall.

Villi og Raggi í fýlu fóru
fólin vildu skerða laun
Óvitarnir með orðin stóru
til óþurftar eru í raun.
Höf. Pétur Hraunfjörð.