Fara í efni

THORSIL OG HINN SOVÉT-PÓLITÍSKI SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKUR

Í hinu nýja vefriti Stundinni segir að samningar við Thorsil verði frágengnir á Alþingi fyrir þinglok og er vísað til þess að pólitísk hagsmunatengsl valdi þar miklu. Það er viussulega rétt að eigendur kísilverksmiðju Thorsil sem rísa mun í Helguvík eru margir nátengdir Sjálfstæðisflokknum. Hér er slóð á frétt Stundarinnar:  http://stundin.is/frett/thetta-eru-eigendur-kisilverksmidjunnar/
Áður hafði Thorsil reynt fyrir sér í Þorlákshöfn og á Bakka við Húsavík. Er nema ein skýring til á því, hvers vegna Thorsil varð frá að hverfa frá Þorlákshöfn og Bakka?
Var raforkuverðið ekki ágreiningsatriðið við LSV? Á nú með "Sovétpólitískum" aðgerðum að þvinga forstjóra og stjórn LSV til að semja um lægra verð, þ.e. selja raforkuna til Helguvíkur á "ásættanlegu" verði til fjárfesta verksmiðjunnar og þá væntanlega einnig til væntanlegrar álbræðslu Norðuráls í Helguvík?
Umsamið verð flokkist, eins og áður sem viðskiptaleyndarmál og alþingismenn hafi í reynd ekki hugmynd um á hvaða verði verið er að selja raforkuna?
Raforka seld stóriðjufyrirtækjum á Íslandi er í dag með því lægsta sem þekkist í veröldinni! Það er ekki einu sinni gengið eftir því að þau skili skatti af þeim hagnaði sem þau taka út eftir þörfum, með bókhaldstrixum á hverju ári! Hverra hagsmuna er verið að gæta?
Sveinn Aðalsteinsson
Sveinn Aðalsteinsson